Það var góð stund í Vinaminni á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Sr. Þráinn Haraldsson leiddi samkomuna og Heiðmar Eyjólfsson söng tvö lög af sinni alkunnu snilld. Heiðmar rifjaði upp fermingardaginn og svo sýndi Þráinn gamlar fermingarmyndar af starfsfólki kirkjunnar. Þær hafa elst mjög misjafnlega og ekki virtust allir í stuði þegar þær voru teknar… en fermdust þó!