Þriðja sunnudag í aðventu, 11. desember verða aðventuhátíðir í prestakallinu. Aðventuhátíð barnanna verður haldið í Akraneskirkju kl. 11. Þar mun Kór Grundaskóla syngja, við munum heyra jólasögu og syngja saman jólalög. Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna.

Um kvöldið er aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Þar mun Kór Saurbæjarprestakalls flytja nokkur lög ásamt einsöngvurum úr kórnum. Ólafur Sverrisson er ræðumaður kvöldsins, hann hefur mikla tengingu við Hvalfjörðin og er formaður sumarbúðana í Vatnaskógi.