Mikil gleði var að fá fermingarbörnin aftur í kirkjuna til okkar í fræðslu eftir miklar takmarkanir undanfarna mánuði. Fermingarbörnin fengu að þessu sinni fræðslu um sorgina, dauðann, tilfinningar og skírnina. Í næstu viku heldur fræðslan svo áfram með öðrum áherslum.

Í næstu viku mun æskulýðsstarfið hefjast fyrir 8.-10.bekk (18.janúar) og í þarnæstu viku hefst barnastarfið (26.janúar).

Æskulýðsfélagið verður á mánudögum kl. 20:00-21:30 í Gamla Iðnskólanum.

6-9 ára starfið verður á þriðjudögum kl. 15:00-16:00 í Gamla Iðnskólanum.

10-12 ára starfið verður á þriðjudögum kl. 16:00-17:00 í Gamla Iðnskólanum.

7-11 ára starfið í Hvalfjarðarsveit verður laugardagana 6. febrúar, 20. mars og 24. apríl kl. 11-12 í Heiðarborg.