Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari, leika af nýútkomnum geisladiski sem nefnist Hátíðarnótt. Á tónleikunum flytja þeir félagar jólalög og sálma sem hafa fylgt íslensku jólahaldi í gegnum áratugina í fallegum jazzútsetningnum. Meðal laga á disknum eru; Sjá himins opnast hlið, Það aldin út er sprungið, Jólasveinar ganga um gólf, Hátíð fer að höndum ein og Heims um ból
Kaffi og jólasmákökur í boði Kalmans – listafélags.
Tónleikarnir eru í boði Akraneskirkju.
Því er aðgangseyrir enginn og allir hjartanlega velkomnir.