Myndlistarmaðurinn Baski, Bjarni Skúli Ketilsson, vinnur að viðgerð á altaristöflu Akraneskirkju. Hlédís Sveinsdóttir sem stýrir þættinum Að Vestan, heimsótti listamanninn í vinnustofu hans í gamla Iðnskólahúsinu á Akranesi. Þar svífur notalegur andi yfir vötnum sem heldur vel utan um störf þessa geðþekka manns.