Á föstudaginn langa kl. 17, verður sjónvarpað frá helgistund sem að mestu er tekin upp í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, sér um stundina. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir flytur hugvekju. Benedikt Kristjánsson, tenór syngur, Zsuzsanna Budai leikur á píanó. Aðrir tónlistarflytjendur eru Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Davíð Sigurgeirsson og Kammerkór Akraneskirkju undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.