Jólin eru tími hátíðar og gleði, samverustundir þar sem nýjar minningar verða til, tími sem við gjarnan hlökkum til. Jólin og aðdragandi þeirra getur þó verið erfiður tími, einkum í kjölfar breyttra aðstæðna, til dæmis eftir skilnað, ástvinamissi eða annan missi, svo sem að missa heimili sitt vegna náttúruhamfara.

Mánudaginn 27. nóvember kl. 20 bjóðum við til samveru í Akraneskirkju um jólahald í skugga áfalla, sorgar og missis. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina og flytur erindi þar sem meðal annars er komið inn á viðbrögð við sorg og áföllum, hvernig takast megi á við þann tíma sem er framundan, sem og þau bjargráð sem geta nýst í þessum aðstæðum. Spjall og samvera í lokin.

Tendruð kertaljós í minningu látinna ástvina eða sem vonarljós fyrir komandi tímum. Flosi Einarsson leikur ljúfa tóna á píanóið í upphafi stundar og þegar kveikt er á kertunum.

Fyrirlesturinn er öllum opinn, verið velkomin!