Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur, er gestur karlakaffis október mánaðar. Hann fjallar um afstöðu himintunglanna og áhrif þeirra ásamt öðrum skemmtilegum fróðleik.

Fyrsta miðvikudag í mánuði að jafnaði er Karlakaffi, þar koma góðir gestir í heimsókn og segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Kaffi og meðlæti kr. 500.

Minnum einnig á kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10  alla miðvikudaga. Ljúfir orgeltónar, bæn og ritningarlestur. Súpa í Safnaðarheimilinu Vinaminni á eftir, verð kr. 500.

Nánar um dagskrá Karlakaffis og Opna hússins má finna hér.