Gestur í Karlakaffi miðvikudaginn 1. mars er Gunnlaugur A. Jónsson prófessor. Hann á veglegt safn af útskornum styttum og mun hann fjalla um söfnun sína á þeim en þar kennir ýmissa grasa, trúar- og stjórnamálaleiðtogar, tónlistarmenn og jafnvel knattspyrnumenn. Erindið nefnir hannAð skapa í mynd Guðs og manns..

Gunnlaugur er fyrrum prófessor í gamlatestamentisfræðum við Háskóla Íslands.

Karlakaffið er í Safnaðarheimilinu Vinaminni og hefst kl. 13:30. Þangað koma góðir gestir í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla.

Kaffi og meðlæti í lok samveru.

Kr. 500.

Bænastund í Akraneskirkju kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir.