Samhliða endurbótum sem gerðar voru á Akraneskirkju árið 1965, gáfu hjónin Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdóttir Akraneskirkju þrjár koparklukkur í tilefni af 60 ára brúðkaupsafmæli sínu.
Samanlagt vega þessar klukkur um hálft tonn og á þeim stendur: Frá Ingunni og Haraldi á gullbrúðkaupsdaginn, 6. nóvember 1965. Þessi mynd var tekin í morgunsárið þegar farin var vettvangskönnun í turn kirkjunnar.
Til gamans má geta þess að foreldrar Haraldar, þau Böðvar Þorvaldsson og Helga Guðbrandsdóttir, gáfu Akraneskirkju fyrstu klukku hennar en það gerðu þau árið 1905.