Síðastliðinn fimmtudag var börnum í Hvalfjarðarsveit á aldrinum 6-12 ára boðið á kirkjunámskeið í Vatnaskóg. Á námskeiðinu fengu börnin fræðslu um kirkjuna og starfið í Vatnaskógi. Einnig var farið í göngutúr um skóginn, hlustað á sögur, hoppað í hoppuköstulum og leikið í hinum ýmsum leikjum og tækjum í íþróttahúsi Vatnaskógar. Og ekki má gleyma dýrindis kökunni í kaffitímanum og pítsunni um kvöldið. Námskeiðið heppnaðist vel og það var einstaklega skemmtilegt að fá að kynnast betur þessum 30 krökkum sem tóku þátt. Við hlökkum til næsta námskeiðs!