Nú þegar létt hefur verið á sóttvarnartakmörkunum hefjum við hefðbundin kirkjustarf á nýjan leik. Alla sunnudaga er sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 10 og guðþjónsta kl. 11 en síðasta sunnudag í mánuði er messa kl. 20. Messað er reglulega í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Leirárkirkju og Innra-Hólmskirkju og er það auglýst sérstaklega.

Á mánudögum fer fram barna og æskulýðsstarf Akraneskirkju. 6-9 ára starf kl. 15, 10-12 ára starf kl. 17 og æskulýðsfélag kl. 20.

Alla miðvikudaga er bænastund í Akraneskirkju kl. 12.15, eftir stundina er boðið upp á súpu í Vinaminni. 2. og 4. miðvikudag í mánuði er opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Ýmist er boðið upp á bingó, tónlist eða gesti sem koma og segja frá, eftir dagskrána eru kaffiveitingar. Næsta opna hús er 9. febrúar.  3. miðvikudag í mánuði er svo karlakaffi þar sem spjallað er um heima og geima yfir kaffibolla. Næsta karlakaffi er 16. febrúar.

Verið velkomin í starf kirkjunnar!