Í anddyri safnaðarheimilisins er fallegur, steindur gluggi eftir glerlistamanninn Leif Breiðfjörð. Glugginn er til minningar um frú Lilju Pálsdóttur og er gjöf séra Jóns M. Guðjónssonar og barna hans. Glugginn snýr að kirkjunni og var hann tilbúinn seinni hluta árs 1986. Kirkjunefnd Akraneskirkju lagði einnig sitt af mörkum til styrktar þessu verkefni.