Opið hús í Vinaminni kl. 13:15

Miðvikudaginn 22. febrúar kemur Þórey Dögg Jónsdóttir í heimsókn í Opna húsið. Þórey er djákni og framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma auk þess sem hún stendur fyrir orlofsdvöl fyrir eldri borgara af landinu öllu á Löngumýri í Skagafirði og ætlar hún einmitt að segja okkur frá því starfi jafnframt því að bregða á leik með okkur.

Umsjón með opnu húsi hefur sr. Ólöf Margrét

Kaffi kr. 500.

Bænastund í Akraneskirkju kl. 12:10

Alla  miðvikudaga er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10. Ljúfir orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta tónlistar. Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast niður og næra sig, spjalla og eiga gefandi samveru í góðum félagsskap.