Sunnudagurinn 19. febrúar er sunnudagur í föstuinngang en tímabil föstunnar gengur svo í garð á öskudag, 22. febrúar. Tvær guðsþjónustur verða í prestakallinu næsta sunnudag, í Saurbæ og á Akranesi.

Hallgrímskirkja í Saurbæ
Guðsþjónusta kl. 11, Kór Saurbæjarprestakalls hins forna syngur undir stjórn og undirleik Zsuzsönnu Budai. Meðal annars verða sungnir sálmar eftir Hallgrím Pétursson. Prestur sr. Ólöf Margrét.

Akraneskirkja
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón sunnudagaskólaleiðtoganna Anítu og Jóhönnu. Jesús er ljós heimsins er þema dagsins. Söngur, sögur og skemmtileg samvera.

Guðsþjónusta að kvöldi konudags kl. 20 með gospelívafi. Katrín Valdís Hjartardóttir syngur ásamt konum úr Kór Akraneskirkju, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Prestur sr. Ólöf Margrét.