Góðir gestir frá Bústaðarkirkju koma í heimsókn í Opna húsið í Vinaminni miðvikudaginn 20. mars kl. 13:15.
Hólmfríður Ólafsdóttir djákni í Bústaðakirkju kemur með hópinn sinn úr opna húsinu þar.

Steini Dúmbó og Hilmar fara á kostum eins og þeim er lagið.
Söngur, sögur og önnur skemmtun ásamt veglegu kaffiborði.

Verið velkomin!

Kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 alla miðvikudaga og súpa í Vinaminni á eftir.