Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15

Miðvikudaginn 28. september verður dagskrá að hætti hússins í umsjá sr. Ólafar. Hilmar organisti verður henni til halds og trausts og spilar tónlist í dúr fremur en moll.

Leikir, gátur, ögn af fróðleik en einkum skemmtun. Láttu sjá þig.

Kaffi og meðlæti í lok samveru.