Þriðjudaginn 29. mars verður opin æfing hjá Kór Akraneskirkju. Allir áhugasamir velkomnir, sérstaklega þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við kórinn. Æfingin er í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 19:30 og stendur til 21:30. Organisti og kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson.

Kaffi, konfekt, fræðsla um kórstarfið og skemmtileg tónlist í boði!

Kór Akraneskirkju syngur við flestar athafnir kirkjunnar auk þess að standa fyrir tónleikum og öðrum viðburðum. Kórstarfið er skemmtilegt og gefandi félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri.

Verið velkomin á opna kóræfingu!