Aðventa og jól eru tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þau sem hafa misst ástvin eða upplifað miklar breytingar á sínum högum. Sorgin og söknuðurinn verða áleitnari á þessum tíma gleði og samfunda fjölskyldunnar og minningarnar sækja á. Hvernig getum við brugðist við og hlúð að minningunum og okkur sjálfum?

Við bjóðum til samveru um sorg og missi í nánd jólahátíðar í Vinaminni, 5. desember kl. 20.
Erindi og umræður um sorgina og jólahátíðina og ýmis bjargráð sem geta nýst syrgjendum.

Heitt á könnunni.

Verið velkomin!