Opið hús er í Safnaðarheimilinu Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15. Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti hússins. Umsjón með starfinu hefur sr. Ólöf Margrét með dyggri aðstoð organistans, Hilmars Arnar Agnarssonar.

Kaffi í lok hverrar samveru.

14. september: Söngur og gleði – Steini Hákonar og Hilmar Örn bregða á leik
28. september: Dagskrá að hætti hússins – sr. Ólöf og Hilmar Örn á léttum nótum með alvarlegu ívafi
12. október: Hannyrðir og huggulegheit – Sigurlína frá Gallerý Snotru og Vera frá Litlu músinni kíkja við
26. október: Tveir góðir – sr. Hjálmar Jónsson og Sigurbjörn Þorkelsson slá á létta strengi
9. nóvember: Syngjandi sveifla – söngstund með góðum gestum
23. nóvember: B12! – Bingó í umsjón sr. Ólafar
7. desember: Ég kemst í hátíðarskap – Jólastund með Helgu Möller og fleirum

Opið hús hefst aftur 11. janúar og verður hálfsmánaðarlega fram á vor með fjölbreyttri dagskrá.

Minnum og bænastund og súpu alla miðvikudaga kl. 12:10