Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að
eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs.“
Jóh. 6.51

Helgihald í Garða- og Saurbæjarprestakalli fjórða sunnudag í föstu:

Akraneskirkja
Fjölskyldumessa kl. 11 – sr. Ólöf Margrét leiðir stundina og Jóhanna Elísa leikur á píanóið. Biblíusaga, söngur og bæn

Innra-Hólmskirkja
Kvöldmessa kl. 20 – sr. Ólöf Margrét þjónar, Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai. Kvöldsálmar, hugleiðing og altarisganga

Verið velkomin til kirkju!