Miðvikudagur 29. janúar 

Þorragleði er árviss dagskrárliður þar sem Opið hús og Karlakaffi sameinast. Boðið er upp á þorramat, söng og gamanmál.

Í ár mætir Skagamaðurinn Halli Mello og stýrir gleðinni af sinni alkunnu snilld. Hilmar Örn spilar undir söng.

Komdu og vertu með í gleðinni. Skráning í síma 433 1500, kr. 3.000.

Kyrrðarstund er í kirkjunni kl. 12:10 en ekki verður boðið upp á súpu í hádeginu að þessu sinni.