Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Sunnudagur 16. mars
Sunnudaginn 16. mars er fjölbreytt helgihald á Akranesi. Dagurinn hefst með sunnudagaskóla kl.11, á hjúkrunarheimilinu Höfða er messað kl.17.15 og um kvöldið er kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 20. sr. Þráinn Haraldsson predikar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur. Guðspjall dagsins er úr Matteusarguðspjalli og segir frá kanversku konunni sem kemur til Jesú að biðja um lækningu fyrir dóttur sína. Í predikuninni verður því snert á þeim hlutum sem skipta okkur [...]
Heimsókn í Bústaðakirkju
Miðvikudaginn 12. mars er heimsókn í Bústaðakirkju hjá opna húsinu. Bænastund er í Akraneskirkju kl. 12.10 og súpa á eftir fyrir þau sem vilja. Lagt verður af stað til Reykjavíkur kl.13.00. Tekið verður þátt í dagskrá með opnu húsi í Bústaðakirkju og drukkið kaffi. Áætluð heimkoma á Akranes um milli 16.00 og 16.30. Skráning í ferðina fer fram á skrifstofu Akraneskirkju í s. 4331500. Verð er 1000kr.
Kvöldmessa í Innra-Hólmskirkju sunnudaginn 9. mars kl. 20
Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 9. mars Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Búningasunnudagaskóli! Börnin hvött til að mæta í búning! Andri spilar á gítarinn, sr Ólöf leiðir stundina. Söngur og sögur og börnin fá límmiða í bókina sína. Innra-Hólmskirkja Kvöldmessa kl. 20. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir, meðhjálpari Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kaffi að lokinni messu.
Karlakaffi: Sigurður Már fiskifræðingur kemur í heimókn
Í karlakaffi miðvikudaginn 5. mars kemur Sigurður Már Einarsson í heimsókn og segir frá sínum störfum. Dagskráin hefst kl. 13:15 og í lok erindis er kaffi og meðlæti. Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 1.000 Kyrrðarstund og [...]
Sunnudagur 2. mars – æskulýðsdagurinn
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er haldinn 2.mars. Þann dag bjóðum við til æskulýðssamkomu í Vinaminni kl. 20. Hljómsveit hússins spilar og Rakel Pálsdóttir syngur. Flutt verða nokkur vel þekkt popplög og við munum velta fyrir ykkur hvernig kristinn trú birtist í menningu í kringum okkur t.d. í textum popplaga. Sama dag er Sunnudagaskóli í Akraneskirkju takl. 11 þar sem Alda og Andri taka á móti börnunum. Einnig er guðsþjónusta í Leirárkirkju kl. 11. sr. Þráinn Haraldsson, [...]
Karlakaffi í Vinaminni miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13:15
Jóhannes Finnur Halldórsson er gestur Karlakaffis í febrúar. Umfjöllunarefnið eru kirkjugarðar en Jóhannes Finnur hefur lengi séð um ýmsa tölfræðiútreikninga fyrir kirkjugarðaráð. Samveran hefst kl. 13:15. Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 1.000 Minnum á kyrrðarstund í [...]
Sunnudagur 23. febrúar – Konudagsmessa í Akraneskirkju
Verið velkomin til messu í Akraneskirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 20 Syngjum sálma eftir konur og tölum um konur sem eru okkur fyrirmyndir og veita innblástur. Sönginn leiða konurnar í Kór Akraneskirkju, organisti er Hilmar Örn. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffisopi eftir messu. Sunnudagskólinn er í vetrarleyfi þessa helgi.
Miðvikudagur 19. febrúar: Kyrrðarstund og Opið hús
Kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10 Opið hús hefst kl. 13:15 Í Opnu húsi miðvikudaginn 19. febrúar verður skemmtun og fróðleikur að hætti hússins. Það er eins konar bland í poka, gátur, myndasýning, upplestur og fleira. Sjón er sögu ríkari, komið og eigið góða stund saman. Kaffi og meðlæti í lokin. Dagkráin hefst kl. 13:15. Kyrrðarstund í kirkjunni klukkan 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir. Kyrrðarstund og Opið hús er fyrir alla [...]
Sunnudagur 9. febrúar
Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Gospelmessa kl. 20 Séra Þóra Björg þjónar, Hilmar Örn er kórstjóri, Kór Akraneskirkju syngur ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Píanó: Birgir Þórisson, bassi: Sigurþór Þorgilsson. Einsöngvarar: Katrín Valdís Hjartardóttir og Andrea Bóel. Verið velkomin!
Miðvikudagur 5. febrúar
Kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 Orgeltónar, ritningarlestur og bæn. Góð stund til að setjast niður og kyrra hugann. Að stund lokinni er boðið upp á súpu í Vinaminni (1.000 kr.). Opið hús hefst klukkan 13:15 Bingó!!! Spilum bingó í Opna húsinu. Bingóspjald og kaffi kr. 1.000 Verið velkomin! Ath. Aðeins greitt eitt gjald fyrir súpu, kaffi og bingóspjald, kr. 1.000.
Þorragleði í Vinaminni kl. 13:15 þann 29. janúar
Miðvikudagur 29. janúar Þorragleði er árviss dagskrárliður þar sem Opið hús og Karlakaffi sameinast. Boðið er upp á þorramat, söng og gamanmál. Í ár mætir Skagamaðurinn Halli Mello og stýrir gleðinni af sinni alkunnu snilld. Hilmar Örn spilar undir söng. Komdu og vertu með í gleðinni. Skráning í síma 433 1500, kr. 3.000. Kyrrðarstund er í kirkjunni kl. 12:10 en ekki verður boðið upp á súpu í hádeginu að þessu sinni.
Sunnudagur 26. janúar
Velkomin til kirkju! Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Andri og Alda Björk taka á móti kátum krökkum. Söngur og sögur, börnin fá límmiða í bókina sína. Kvöldmessa kl. 20. Messuferð frímúrarabræðra. Bræður úr reglunni taka þátt í helgihaldinu. Sævar Jónsson prédikar. Sr Ólöf Margrét þjónar fyrir altari. Frímúrarakór Akursbræðra syngur. Kaffi og konfekt í Vinaminni að messu lokinni. Leirárkirkja Guðsþjónusta kl. 11. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai, prestur Ólöf Margrét. Kaffisopi eftir messu í [...]