Við kvöldmessu í Akraneskirkju í gærkvöldi var sú nýbreytni höfð að með kórnum léku tveir kórfélagar, þeir Halldór Hallgrímsson á gítar og Ingþór Bergmann Þórhallsson á bassa ásamt  organista. Fluttir voru sálmar úr nýútgefinni sálmabók og  mæltist þetta fyrirkomulag mjög vel fyrir hjá kirkjugestum sem voru fjölmargir. 
Eftir messu var boðið upp á kaffi og rjómavöfflur í safnaðarheimilinu og vetrarstarfið kynnt í suttu máli. M.a. sungu bráðefnilegar stúlkur úr barnakórnum við mikinn  fögnuð viðstaddra.

Messufólk IMG_1182 IMG_1181