Laugardagur 10. september

kl. 20:00 10. september: Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga – Minningastund


Minningastund í Akraneskirkju kl. 20
Laugardaginn 10. september

 

10. september er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og eru minningar- og kyrrðarstundir haldnar um land allt.

Á minningastund í Akraneskirkju deilir Mjöll Barkardóttir aðstandandi reynslu sinni,
Hilmar Örn Agnarsson organisti leikur ljúfa tóna. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Hugleiðing og bæn. Prestar kirkjunnar leiða stundina.

 

Kaffi og spjall í Vinaminni að samveru lokinni.

  1. september – alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga:
  • Til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
  • Til að tendra ljós til þeirra sem á þurfa að halda
  • Til stuðnings forvörnum gegn sjálfsvígum