Miðvikudagur 22. febrúar

kl. 20:00 Föstumessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ


Í Hallgrímskirkju í Saurbæ verður messa klukkan átta að kvöldi Öskudagsins, miðvikudaginn 22.febrúar. Í þessari messu , við upphaf 40 daga föstu allt til páska, er að gömlum sið helguð aska sem vætt er vatni og teiknaður kross á enni þeirra sem það vilja, til að minna á inntak föstutímans, iðrun og yfirbót og einlægni lífs og sálar í eftirfylgdinni við frelsarann Jesú. Krist. Öskudagsmessan er fyrsta föstumessan. Föstumessur Garða- og Saurbæjarprestakalls verða hvert miðvikudagskvöld klukkan átta að kvöldi alla föstuna í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Varla þarf að taka fram að alltaf eru allir eru velkomnir til kirkju.