Miðvikudagur 24. mars

kl. 20:00 Tónleikar í Vinaminni


Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton og Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari taka höndum saman og heimsækja Akranes. Efnisskrá þeirra samanstendur af ljóðaflokknum “Songs of Travel” eftir Ralph Vaughan Williams sem og íslenskum sönglögum sem eru í miklu uppáhaldi hjá flytjendum. Einnig munu Ólafur Kjartan og Tómas Guðni njóta liðsinnis „Karlanna úr kórnum“ , karlpenings Kórs Akraneskirkju, undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar.
Aðgangseyrir kr. 3.000/Kalmansvinir 2.500, Miðasala í netfanginu kalmanlistafelag@gmail.com og á tix.is https://tix.is/is/event/11083/olafur-kjartan-og-tomas-gu-ni/
https://www.facebook.com/events/2643158695983835