Laugardagur 5. júní

kl. 20:00 Tónleikar í Vinaminni – Gleðigjafar


Vinirnir, Örn Árnason sjómannssonur, Óskar Pétursson bóndadurgur og Jónas Þórir malardrengur, ætla að gleðja landann um sjómannahelgina og koma við á Akranesi. Hjá þeim mun ægja saman skemmtivísum, söng að hætti Álftagerðisbræðra og svo bregða þeir sér í gervi Everly-bræðra og taka lög frá 5. og 6. áratugnum. Sjómannalög og sögur fylgja að sjálfsögðu með enda tilheyrandi um þessa helgi.
Aðgangseyrir kr. 3.500/Kalmansvinir 3.000
Miðasala á tix.is en einnig er hægt að panta miða í netfanginu kalmanlistafelag@gmail.com