Sunnudagur 4. september

kl. 11:00 Útimessa við Innra-Hólmskirkju


Guðsþjónusta á hlaði Innra-Hólmskirkju sunnudaginn 4. september kl. 11

Nú stendur yfir viðgerð á kirkjunni en við komum saman og fögnum hausti og þökkum fyrir sumarið. Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng, organisti Zsuzsanna Budai. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Meðhjálpari Ragnheiður Guðmundsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina. Klæðum okkur eftir veðri og eigum góða samveru úti í náttúrunni!