Á uppstigningardag, 9. maí verður vorferð kirkjustarfsins í Borgarfjörðinn. Lagt af stað klukkan 12 að lokinni guðsþjónustu í Akraneskirkju. Þá er haldið að Hvanneyri þar sem við snæðum súpu, kíkjum kannski í Ullarselið áður en við keyrum hring um Borgarfjörð. Á bakaleiðinni skoðum við Melasveitina og stoppum svo á Laxárbakka. Áætluð heimkoma er 16:30.

Þátttökugjald er kr. 5000. Skráning í síma 433 1500 eða hjá olof@akraneskirkja.is