vigslubiskup
Þess var minnst í hátíðarguðsþjónustu 20. ágúst sl. að 110 ár eru liðin frá því að Akraneskirkja var vígð. Hún var vígð 23. ágúst 1896. Vígslubiskupinn í Skálholti, hr. Sigurður Sigurðarson, prédikaði.
Sóknarprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Borgfirðinga, þjónuðu fyrir altari. Sóknarnefndarfólk tók þátt í athöfninni og Kirkjukór Akraness söng.
Að guðsþjónustu lokinni var kirkjugestum boðið til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Þar voru kirkjunni afhentar veglegar gjafir frá Akraneskaupstað og Kirkjunefnd kvenna í tilefni tímamótanna. Fjölmenni var við þessa hátíðarguðsþjónustu og veður með allrabesta móti, einn af hlýjustu og sólríkustu dögum sumarsins!