Það verður hátíðarmessa á 17. júní kl. 13 í Akraneskirkju. Séra Þóra Björg þjónar og nýstúdentinn Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir flytur hátíðarræðu. Hilmar Örn Agnarsson er organisti og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng.

Eftir messuna verður Kirkjunefnd Akraneskirkju með sýna árlegu 17. júní kaffisölu í Safnaðarheimilinu Vinaminni frá kl. 14-17.
Verð fyrir fullorðna er 3.000 kr
Börn 6-13 ára 500 kr
0-5 ára frítt.

Það verður posi á staðnum.
Verið öll hjartanlega velkomin!