Í lok maí verða haldnir þeir þrír aðalsafnaðarfundir í prestakallinu sem ekki hafa þegar farið fram.

Aðalsafnaðarfundur Leirársóknar verður haldin í Leirárkirkju þriðjudaginn 23. maí kl. 20.

Aðalsafnaðarfundur Innra-Hólmssóknar verður haldin í þjónustuhúsinu við Innra-Hólmskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 20.

Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldin í Hallgrímskirkju í Saurbæ fimmtudaginn 25. maí kl. 20.30.

Á dagskrá allra fundana eru hefðbundin aðalfundarstörf. Á þessum fundum hafa allir meðlimir Þjóðkirkjunnar í viðkomandi söfnuði málfrelsi og atkvæðisrétt og eru fundirnir kjörið tækifæri til að hafa áhrif á starf kirkjunnar í sinni heimasveit.