Á uppstigningardag er guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11, á kirkjudegi aldraðra. Hljómur, kór eldri borgara, syngur undir stjórn Lárusar Sighvatssonar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét prédikar og þjónar.  Verið velkomin til kirkju!

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur.
Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.
Komum saman og gleðjumst á þessum degi.

Vér horfum allir upp til þín,
í eilíft ljósið Guði hjá,
þar sem að dásöm dýrð þín skín,
vor Drottinn Jesús, himnum á.
(Sb 163, Páll Jónsson)