Aðalsafnaðarfundur Akranessóknar verður haldin mánudaginn 26. apríl kl. 17.30. Vegna samkomutakmarkanna verður safnaðarsal Vinaminnis skipt í tvö sóttvarnarhólf, hægt er að ganga inn í safnaðarheimilið bæði að framanverður og að aftanverður og er þá gengið inn í sitthvort hólfið. Starfsfólk tekur á móti gestum og vísar fólki í rétt hólf. Ekki verður boðið upp á veitingar líkt og gert hefur verið undanfarin ár.

Atkvæðisrétt hafa allir íbúar í Akranessókn sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna.

Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá fundarins.