Kór Akraneskirkju - Góð kórmynd

 

Hátíðlegir tónleikar í upphafi aðventu á Kalmansvöllum, sunnudaginn 30. nóvember kl. 17

Flutt verður hin gullfallega jólaóratoría, Oratorio de Noël eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns, fyrir kór, einsöngvara og kammersveit. Jólaglögg og piparkökur í hléi. Eftir hlé færir kórinn sig nær nútímanum og flytur aðventu- og jólalög í fjölbreyttum útgáfum.

Einsöngvarar: Elfa Margrét Ingvadóttir, Halldór Hallgrímsson, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Snorri Wium og Þórgunnur Stefánsdóttir. Sérstakir gestasöngvarar verða þau Halla Jónsdóttir og Heiðmar Eyjólfsson.

Kammersveit Kalmansvalla: Aðalheiður Þorsteinsdóttir orgel/píanó, Helga Steinunn Torfadóttir fiðla, Kristín Sigurjónsdóttir fiðla, Kristín Þóra Haraldsdóttir lágfiðla, Jón Rafnsson kontrabassi, Sophie Schoonjans harpa og Örnólfur Kristjánsson selló.

Aðgangeyrir er kr. 3.000 við inngang en 2.500 í forsölu.
Forsala í versluninni Bjargi.