Biskup Íslands hefur mælst til þess að fólk verði ekki kallað til helgihalds um helgina vegna neyðarstigs sem almannavarnir hafa lýst yfir. Við aflýsum því áður auglýstu helgihaldi. Við minnum á að skrifstofurnar okkar eru opnar á virkum dögum og prestarnir eru ávallt til viðtals. Upplýsingar um netföng og símanúmer má finna hér á heimasíðunni.

Nánari upplýsingar um helgihald næstu vikur mun birtast hér á síðunni eftir helgi.

Hlýjar kveðjur,

Starfsfólk Garða- og Saurbæjarprestakalls