Enn á ný hafa samkomutakmarkanir sett mark sitt á starfið í kirkjunum okkar. Öllu helgihaldi var aflýst yfir jól og áramót og einnig sunnudaginn 9. janúar.

Samkvæmt núgildandi takmörkunum mega 50 manns koma saman við sitjandi athafnir í kirkjunni. Við munum því byrja almennt helgihald sunnudaginn 16. janúar, þá í Akraneskirkju kl. 11.

Bænastundir hefjast miðvikudaginn 12. janúar kl. 12.15 í Akraneskirkju, en ekki verður boðið upp á súpu eftir stundina eins og stendur.

Annað gildir hins vegar um aðra viðburði kirkjunnar, þar mega einungis 20 koma saman. Við getum ekki staðið fyrir opnu húsi fyrir eldri borgara meðan svo statt en hefjum starfið þegar búið verður að hækka fjöldatakmarkanir, það verður auglýst þegar að því kemur.

Um barna og æskulýðsstarf gilda svo sérreglur. Fyrirhugað er að byrja starfið í Akraneskirkju mánudaginn 17. janúar.

Dagskrá fyrir 6-9 ára starf má finna hér og fyrir 10-12 ára starf hér. Upplýsingar um æskulýssfélagið eru svo hér.

Eins og gefur að skilja er þetta allt háð þeim reglum sem gilda hverju sinni, ef það verða breytingar munum við auglýsa þær.

 

Það er gott að minna á að kirkjunnar eru rúmar og því er auðvelt að sitja með hæfilegt bil í næstu manneskju, einnig er grímuskylda. Það ætti því að vera nokkuð öruggt að koma til kirkju, við hlökkum til að sjá ykkur.