Opið hús í Safnaðarheimilinu Vinaminni miðvikudaginn 8. mars, þá verður spilað bingó og drukkið kaffi á eftir. Kostar kr. 500.

Bænastund er í kirkjunni kl. 12:10, ritningarlestur og bæn ásamt ljúfum tónum orgelsins. Súpa í Vinaminni eftir stundina.

Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15.
Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti hússins.
Umsjón með starfinu hefur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Kaffi og meðlæti í lok hverrar samveru