Bleik messa verður í Akraneskirkju sunnudaginn 10.október kl. 20:00.

Elín Sigurbjörnsdóttir ljósmóðir segir frá reynslu sinni. Konur úr Kór Akraneskirkju, Kór Saurbæjarprestakalls og kvennakórnum Ym leiða sönginn í messunni. En einungis verða fluttir sálmar og textar eftir konur í messunni. Séra Þóra Björg þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi í Vinaminni eftir messuna.

Verið öll hjartanlega velkomin!