Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna’ og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(Hallgrímur Pétursson, Passíusálmur nr 48)

Fjölbreytt dagskrá er í Hallgrímskirkju í Saurbæ og Akraneskirkju í dymbilviku og um páska, svo sem  tónleikar, lestur Passíusálma, helgistundir og messur. Verið velkomin til kirkju!

Þriðjudagur 26. mars
Sungið með Hallgrími og samtímanum kl. 20. Sálmakvöld í Hallgrímskirkju í Saurbæ  með Sálmabandi Dómkirkjunnar. Sálmar Hallgríms sungnir, félagar úr Kór Saurbæjarprestakalls leiða söng. Sálmaband Dómkirkjunnar skipa: Ása Bríem, harmonikka, Jón Ívars, gítar, Sigmundur Sigurðarson, gítar, Thelma Rós Sigfúsdóttir, víóla og Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur leikur á kontrabassa.

Miðvikudagur 27. mars
Krossferillinn og upprisan í Saurbæ kl. 17. Með aðstoð krossferilsmynda Önnu G. Torfadóttur og kross- og upprisumynda Gunnars J Straumland verða hinar fjórtán stöðvar krossferils Jesú Krists túlkaðar útfrá ritningartextum og textum úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson leiðir stundina.

Skírdagur 28. mars
Hallgrímskirkja í Saurbæ – Ferming kl. 11. Prestur er sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti er Zsuzsanna Budai.
Hallgrímskirkja í Saurbæ – Íhugun um heilaga kvöldmáltíð kl. 18. Sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Akraneskirkja – Kvöldmessa kl. 20. Getsemanestund. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, oragnisti Hilmar Örn Agnarsson, Kór Akraneskirkju syngur.

Föstudagurinn langi 29. mars
Hallgrímskirkja í Saurbæ – Passíusálmar Hallgríms Péturssonar kl. 13. Tónlistarflutningur milli lestra. Velkomið að koma og fara að vild meðan lesturinn stendur yfir til kl. 18:15. Milli lestra flytja söngkonurnar Ásta Marý Stefánsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur, píanóleikara, passíusálmalög úr safni Smára Ólasonar tónlistarfræðings.
Akraneskirkja – Helgistund við krossinn kl. 20. Flutt verður hið forna helgikvæði, Stabat Mater, eftir Giovanni Battista Pergolesi. Ritningarlestur og þýðing á kvæðinu lesið með. Flytjendur eru Bernadett Hegyi sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, strengjasveit undir stjórn Matthíasar Stefánssonar ásamt kvenröddum úr Kammerkór Akraness. Stjórnandi og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Laugardagur fyrir páska.30.mars – kyrri laugardagur
Hallgrímskirkja í Saurbæ kl. 18 Jesús dvelur í gröf sinni. Hugleiðing og bænir í umsjá sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar
Hallgrímskirkja í Saurbæ kl. 23  Páskanæturmessa. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson

Páskadagur 31.mars
Hallgrímskirkja í Saurbæ – Árdegismessa kl. 08. Prestur er sr. Þóra Björg Sigurðardóttir. Kór Saurbæjarprestakalls syngur. Organisti Zsuzsanna Budai.
Akraneskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson.
Höfði Hjúkrunarheimili – guðsþjónusta kl. 12:45. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar. Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson.

Annar dagur páska 1. apríl
Hallgrímskirkja í Saurbæ kl. 14. Guðsþjónusta með Emmausgöngu að Hallgrímssteini, sr. Kristján Valur Ingólfsson leiðir.