Dymbilvika og páskar í Saurbæ
Velkomin til kirkju!
Eins og undanfarin ár verður dagskrá alla daga frá pálmasunnudegi til annars páskadags undir yfirskriftinni: Frá Betaníu til Emmaus. Dagskráin rekur söguna frá því að María smurði fætur Jesú í Betaníu þar til hann birtist lærisveinunum upprisinn í Emmaus.

Pálmasunnudagur 24.mars
kl 18.00 Íhugun um smurninguna í Betaníu.

Mánudagur í dymbilviku 25.mars. Boðunardagur Maríu
Kl. 18.00  Íhugun um iðrun og fyrirgefningu.

Þriðjudagur í dymbilviku 26.mars.Heitdagur

Kl 20.00. Sálmakvöld safnaðarins: „Sungið með Hallgrími og samtímanum.“
Sálmaband Dómkirkjunnar leikur eldri og yngri sálmalög.
Kór Saurbæjarprestakalls leiðir almennan söng.

Miðvikudagur í dymbilviku. 27.mars

Kl 17.00 (Ath breyttan tíma)

Krossferillinn og upprisan.
Með aðstoð krossferilsmynda Önnu G. Torfadóttur og kross- og upprisumynda  Gunnars J Straumland verða hinar fjórtán stöðvar krossferils Jesú Krists túlkaðar útfrá ritningartextum og textum úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Skírdagur. 28.mars

Kl 11.00. Fermingarmessa Prestur er séra Ólöf Margrét Snorradóttir. Kór Saurbæjarprestakalls syngur. Organisti Zsuzsanna Budai.
Kl 18.00 Íhugun um heilaga kvöldmáltíð

Föstudagurinn langi.29.mars

Kl 13.00- 18.30 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir.
Kór Saurbæjarprestakalls og  Zsuzsanna Budai og einsöngvarar flytja tónlist.

Laugardagur fyrir páska.30.mars
kl. 18.00 Jesús dvelur í gröf sinni. Hugleiðing og bænir.
kl. 23.00 Páskanæturmessa .

Páskadagur. 31.mars
kl.08.00 Árdegismessa. Prestur er séra Þóra Björg Sigurðardóttir. Kór Saurbæjarprestakalls syngur. Organisti Zsuzsanna Budai.

Annar páskadagur.1.apríl
kl. 14.00 Guðsþjónusta með Emmausgöngu að Hallgrímssteini