Hér má hlýða á Halldór Hallgrímsson flytja eigin texta, Minn bátur,  við lag eftir norska söngvarann Björn Eidsvåg. Lagið var flutt í helgistund sem birt var á allar heilagra messu á síðasta ári. Með Halldóri spila þeir Daníel Friðjónsson á kassatrommu, Ingþór Bergmann Þórhallsson á bassa, Sveinn Arnar Sæmundsson á orgel og sjálfur leikur Halldór á gítar. Það var Ingþór Bergmann sem sá um hljóð- og myndvinnslu.