Nú er hafinn undirbúningur fyrir fermingarfræðslu næsta vetrar. Bréf hefur verið sent á öll börn í söfnuðinum sem eru fædd árið 2003. Þeim og foreldrum þeirra er boðið á kynningarfund um fermingarfræðsluna þriðjudaginn 3. maí kl. 18:00. Þar verður farið yfir dagskrá næsta vetrar, en hún verður með öðru sniði en undanfarinn ár.  Að fundi loknum verður opnað fyrir skráningu í fermingarfræðsluna hér á vefnum.

Bréfið sem sent var til foreldra má lesa hér að neðan.

Ef barnið þitt hefur ekki fengið bréf en hyggst taka þátt í fermingarfræðslu í Akraneskirkju ert þú að sjálfsögðu velkomin(n) á fundinn.

Fermskrán2016-2017