Fyrstu hópar fermingarbarna á Akranesi voru fermdir fyrir og eftir hádegi, sunnudaginn 20. mars sl. Þá voru þessar myndir teknar. Alls munu 78 ungmenni fermast nú á vordögum í sjö hópum. Síðasta fermingarathöfnin verður 17. apríl.

Með fermingarbörnunum á þessum myndum eru þeir sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur (t.v.)og sr. Þráinn Haraldsson prestur (t.h.). Þeir ferma saman.