Fermingarfræðslan í Garða- og Saurbæjarprestakalli hefst í ágúst. Nú í vikunni var sendur kynningarbæklingur á öll börn fædd 2009 sem eru búsett í prestakallinu. Þar er að finna upplýsingar um fermingarfræðsluna og fermingarnar næsta vor. Við boðum nú til kynningarfundur mánudaginn 16. maí kl. 19.30. Fundurinn er ætlaður væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra.

Skráning í fermingarfræðsluna fer fram hér á heimasíðunni.

Hér er hægt að lesa bæklinginn.