Á sunnudaginn verður mikið um að vera í Garða- og Saurbæjarprestakalli.
Það verður messa kl. 11 í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar. Zsuzsanna Budai er organisti og Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng. Benedikt Kristjánsson syngur einsöng.
Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Matthías Guðmundsson leiðir stundina og Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á píanó.
Tónlistarguðsþjónusta kl. 20 í Akraneskirkju. Ljúfir tónar, hugleiðing og ritningarlestrar. Séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar. Umsjón með tónlist hefur Sveinn Arnar Sæmundsson ásamt félögum úr Kór Akraneskirkju.
Minnum á grímuskyldu.