Mánudaginn 20. nóvember er fræðslukvöld í Vinaminni kl. 20.

Aðventan er tími undirbúnings, kyrrðar og íhugunar en um leið er hún oft uppspretta streitu og kvíða. sr. Þráinn Haraldsson fjallar um aðventuna og jólastressið, skoðar birtingarmyndir þess í menninguni í kringum okkur og veltir því upp hvernig aðventan geti verið tími íhugunar og góðra stunda.

Við munum einnig skoða hvernig jólasressið birtist í nokkrum þekktum þáttum og bíómyndum og hvernig sé hægt að vinda ofan af því.

Boðið verður upp á kaffi, konfekt og gott spjall. Verið öll velkomin.