Mánudaginn 23. október kl. 20 er fyrsta fræðslukvöldið okkar en við hófum að halda fræðslukvöld á mánudegi sl. vetur, þar sem ýmis efni eru tekin fyrir.

Nöfnin í Biblíunni eru mörg og hafa sum hver ratað inn á íslenska mannanafnaskrá. Í erindinu er fjallað um nöfnin, einkum þau sem þekkt eru á íslenskri tungu. Hvað merkja þau, hver er saga persónanna og fleira er meðal þess sem fjallað er um.

Sr. Ólöf Margrét flytur erindið en hún hefur ekki aðeins brennandi áhuga á guðfræði, heldur eru málfræði og nafnfræði innan sömuleiðis innan hennar áhugasviðs. Að auki hefur hún lokið BA-gráðu í almennum málvísindum og skrifaði skýringar við nöfnin í bókinni Nafnabókin okkar sem kom út árið 2000.

Verið velkomin á Fræðslukvöld á mánudegi í Vinaminni kl. 20. Aðgangur ókeypis og kaffisopi á staðnum.