Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15.
Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti hússins.
Umsjón með starfinu hefur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Miðvikudaginn 12. október kíkja þær Vera Knútsdóttir í Litlu músinni og Sigurlína Júlíusdóttir hjá Gallerý Snotru í heimsókn. Þær segja frá versluninni, bróderíi, prjónaskap, fatasaum og fleiru og fleiru.

Komum saman í opnu húsi og skemmtum okkur yfir spjalli, fræðslu og góðu kaffi í lokin.

Minnum einnig á kyrrðarstund og súpu!

Alla  miðvikudaga er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10. Ljúfir orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta tónlistar. Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast niður og næra sig, spjalla og eiga gefandi samveru í góðum félagsskap.